Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Fyrirburateymi Barnaspítala

Þjónusta

Við veitum sérhæfða eftirfylgni og stuðning fyrir fyrirbura og fjölskyldur þeirra. Aðaláherslan er á eftirlit með heilsu og þroska barnsins, auk skimunar og meðferðar á vandamálum sem geta komið fram hjá fyrirburum.

Þjónustan er fyrir börn og fjölskyldur barna, sem fæðast

  • fyrir 32. viku meðgöngu.

  • með fæðingarþyngd undir 1500 grömm.

Eftirlit

Við útskrift af vökudeild er fjölskyldum vísað í eftirlit hjá teyminu á göngudeild Barnaspítalans, þar sem fjölskyldan:

  • hittir lækni, hjúkrunarfræðing og sjúkraþjálfara.

  • fær ráðgjöf frá næringarfræðingi, talmeinafræðingi, sálfræðingi og öðrum eftir þörfum.

Börnin koma í reglubundið eftirlit fyrstu tvö ár lífsins. Eftirfylgni utan þess er veitt eftir þörfum barns og foreldra.