Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Endurhæfingarteymi fyrir krabbameinsgreinda

Þjónusta

Endurhæfing krabbameinssgreindra annast endurhæfingu og ráðgjöf til þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Endurhæfing er veitt óháð meðferð eða sjúkdómsstigi og forgangur er fyrir þá sem glíma við alvarleg einkenni sem skerða daglegt líf og lífsgæði.

Þjónusta endurhæfingarteymis:

  • Einstaklingsmiðuð endurhæfing: Gerð er sérsniðin áætlun fyrir hvern sjúkling byggð á hans þörfum. Áætluninni er fylgt eftir með viðtölum og símtölum.

  • Fræðsla og ráðgjöf: Veitt er fræðsla og ráðgjöf til sjúklinga, aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks.

  • Þróun og rannsóknir: Teymið þróar klínískar leiðbeiningar, tekur þátt í rannsóknum og fylgist með nýjungum á sviði endurhæfingar.

  • Samstarf: Áhersla er lögð á samstarf innan og utan spítalans til að tryggja bestu mögulegu þjónustu.

Markmið teymisins er að veita heildræna endurhæfingu sem styður sjúklinga á öllum stigum sjúkdómsins.

Tilvísanir

  • Beiðnir skulu berast til teymisins í gegnum Sögukerfið.

  • Leiðbeiningar um mat og tilvísun fyrir starfsfólk eru aðgengilegar í Gæðahandbók Landspítala.

Starfsmenn teymis meta beiðnir innan viku og svara þeim skriflega.