Endurhæfingardeild - dagdeild Grensás
Efnisyfirlit
Þjónusta
Endurhæfing á dagdeild Grensáss er ætluð þeim sem þurfa fjölþætta þjálfun hjá að minnsta kosti tveimur eða fleiri meðferðaraðilum samhliða.
Flestir koma á dagdeild í framhaldi af dvöl á sólarhringsdeild.
Aðrir koma frá hinum ýmsu deildum spítalans eða að heiman.
Fyrirkomulag
Í hádeginu er í boði létt hressing. Einnig er hægt að versla í sjálfsala í mötuneyti.
Aðstaða til að hvílast er fyrir hendi
Allir fá læstan skáp
Sjúklingar sjá um lyf sín sjálfir
Þeir sem nota sérhæfðar vörur eins og þvagleggi og stómavörur koma með þær að heiman
Sjúklingar sjá sjálfir um að koma sér til og frá Grensási
Hægt er að fá aðstoð við að sækja um akstursþjónustu hjá félagsráðgjafa
Best er að sækja um tímanlega því það tekur nokkra daga að fá umsókn afgreidda
