Dagdeild skurðlækninga A5
Þjónusta
Dagdeild skurðlækninga tekur a móti börnum og fullorðnum sem þurfa á skurðaðgerð að halda
Í Fossvogi eru gerðar bæklunaraðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, heila- og taugaaðgerðir, lýtaaðgerðir og æðaaðgerðir. Auk þess er tekið á móti sjúklingum:
í inngrip og rannsóknir á vegum röntgenlækna
sem hafa leitað til bráðamóttöku í Fossvogi og þurfa að fara í aðgerð í framhaldi af því
Ferlið
Sjúklingar mæta á deildina að morgni aðgerðardags og eru undirbúnir fyrir aðgerð.
Sjúklingar sem ekki þarfnast innlagnar á legudeild eftir aðgerð koma aftur á A5 til að jafna sig áður en þeir útskrifast heim.
Aðrir sjúklingar leggjast inn á legudeild eftir aðgerð.
