Dagdeild skurðlækninga 13D
Þjónusta
Dagdeild skurðlækninga á Hringbraut
Á Dagdeild skurðlækninga koma sjúklingar sem þurfa að gangast undir aðgerðir á
kviðarholi
þvagfærum
hjarta- og brjóstholi
augum
Dagdeildin tekur einnig á móti sjúklingum sem:
leitað hafa á bráðamóttöku í Fossvogi og þurfa frekari skoðun og mat. Þeir sem þarfnast bráðrar skurðaðgerðar leggjast inn á legudeild.
þurfa á styttri meðferð að halda og geta farið heim samdægurs, eins og eftir lyfjagjöf, verkjameðferð, ástungur og aftöppun á vökva í kviðarholi.
Koma í aðgerð
Sjúklingar koma á deildina að morgni aðgerðardags og þar fer fram undirbúningur fyrir aðgerð.
Sjúklingar sem þurfa ekki að leggjast inn eftir aðgerð, koma á dagdeild eftir skurðaðgerð til að jafna sig fyrir heimför.
Aðrir sjúklingar fara á legudeildir eftir aðgerð.
