Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga
Þjónusta
Á deildinni er veitt meðferð fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein.
Undirbúningur fyrir komu á deildina:
Áður en þú kemur á deildina í viðtal og/eða í meðferð er gott að hafa eftirfarandi í huga:
Fara í blóðprufu, nema annað sé tekið fram. Til að tryggja að niðurstöður blóðrannsóknar liggi fyrir þegar þú kemur á deildina er mikilvægt að fara í blóðprufuna fyrir kl 10 degi áður. Fyrir viðtöl / meðferð á mánudegi þarf að fara í blóðprufu á föstudegi.
Gott getur verið að taka með sér afþreyingu og nesti fyrir lengri meðferðir.
Vinsamlega afbókaðu tíma í síma 543 6130 ef þú ert með flensulík einkenni, hita, beinverki, mikinn hósta eða uppgang. Þú munt fá frekari upplýsingar símleiðis.
