Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Bráðaöldrunarlækningadeild

Þjónusta

Greining og meðferð vegna bráðra sjúkdóma hjá öldruðum.

Flestir sjúklingar koma frá bráðamóttöku, bráðalyflækningadeild eða öðrum bráðadeildum. Margir flytjast innan spítalans til framhaldsmeðferðar og endurhæfingar á Landakoti. Markmiðið er að útskrifa alla heim til sín eða á hjúkrunarheimili.

  • Margir eru hrumir, færniskertir og með öldrunarheilkenni, svo bætast veikindi við.

  • Brestir í stuðningskerfi geta gert öldruðum ókleift að dvelja heima.

Af öryggisástæðum er deildin læst og mikilvægt er að láta vita ef farið er með skjólstæðing út af deildinni.