Bráðalyflækningadeild
Efnisyfirlit
Þjónusta
Bráðalyflækningadeild er legudeild sem starfar allan sólarhringinn og tilheyrir bráða-, lyflækninga- og endurhæfingasviði Landspítala.
Deildin er með 19 rúm og sinnir sjúklingum með bráð vandamál sem falla undir almennar lyflækningar, en krefjast ekki sérhæfðrar læknis- eða hjúkrunarþjónustu.
Flestir sjúklingar koma frá bráðamóttöku, en einnig frá dag- og göngudeildum og gjörgæslu.
Meðallegutími er sex dagar.
Áhersla er lögð á góð samskipti við sjúklinga og aðstandendur og að veita skýrar upplýsingar um sjúkdómsástand, rannsóknir, meðferð og batahorfur.
