Bráðalegudeild lyndisraskana
Þjónusta
Bráðalegudeild lyndisraskana er 17 rúma almenn bráð legudeild fyrir sjúklinga með margvíslegan geðrænan vanda.
Deildin sinnir helst sjúklingum með
lyndisraskanir
örlyndi
þunglyndi með eða án geðrofseinkenna
aðrar geðrænar áskoranir
og sjúklingum sem þurfa raflækningar. Sjá fræðsluefni um raflækningar.
Deildin sinnir auk þess sérhæfðri meðferð:
við alvarlegri átröskun
mæðra með ungbörn.
Boðið er upp á létta virkni á deild en deildin hefur einnig aðgang að virknisetri, tónlistarherbergi, líkamsrækt og lokuðum garði. Farið er í hópgöngu tvisvar sinnum á dag fyrir þá sjúklinga sem geta og treysta sér.
Bráðalegudeild lyndisraskana leggur áherslu á ábyrgð sjúklings í eigin meðferð og hvetur sjúklinga til að taka þátt í virkni.
