Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Bráða- og ráðgjafarþjónusta geðsviðs

Þjónusta

Bráðamóttaka geðþjónustu fyrir fólk með áríðandi geðræn vandamál

Til bráðamóttöku geðþjónustu getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma eða hafa tilvísun til að koma. Þar fer fram fyrsta mat á vandamálum þeirra sem þangað leita og fólki er vísað í frekari greiningu og eða meðferð, eftir þörfum.

Eftirfylgd bráðaþjónustu

Deildin veitir skammtíma meðferð við bráðum geðrænum vanda. Lögð er áhersla á að finna viðeigandi farveg að lokinni eftirfylgd sem getur falist í úrræðum innan sem utan Landspítala. Farvegur tilvísana: Eingöngu er tekið við tilvísunum frá bráðamóttöku geðþjónustunnar.

Á bráðamóttöku geðþjónustunnar er ekki:

  • Ávísað ávanabindandi lyfjum

  • Gefin ávanabindandi lyf

  • Hafin fráhvarfsmeðferð

  • Endurnýjaðir lyfseðlar eða skrifuð vottorð

Fræðsluefni