Blóðprufur
Þjónusta
Blóðsýnataka
Blóðsýnataka er ferli þar sem lítið magn af blóði er tekið úr æð, yfirleitt úr handlegg, til að greina ýmsa heilsufarsþætti.
Blóðsýnataka tekur aðeins örfáar mínútur.
Niðurstöðurnar eru notaðar til að meta líkamlegt ástand, greina sjúkdóma eða fylgjast með áhrifum meðferða.
Niðurstöður blóðrannsókna eru sendar þeim lækni sem pantar rannsóknina og birtast einnig í Landspítala appinu 3 dögum síðar.
Koma vegna blóðþynningar
Þau sem koma reglulega vegna blóðþynningar geta mætt hvenær sem er yfir daginn.
Ef komið er eftir kl. 11, verður skömmtunin send næsta virka dag.
