Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG

Þjónusta

Lyflækningadeild fyrir sjúklinga með krabbamein og blóðsjúkdóma

Þjónusta við sjúklinga vegna:

  • blóðsjúkdóma

  • krabbameina

  • einkennameðferð vegna fylgikvilla meðferðar

  • stuðningsmeðferðir

  • stofnfrumumeðferðar

Starfsfólk deildarinnar leggur áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og að veita greinargóðar upplýsingar um sjúkdómsástand, rannsóknir, meðferð, hjúkrun og batahorfur.

  • Ef sjúklingur treystir sér ekki til að miðla upplýsingum sjálfur til aðstandenda er gott að fjölskyldur ákveði tengilið, sem sér um samskipti við deildina og miðlar upplýsingum til aðstandenda.

  • Starfsfólk getur veitt upplýsingar á heimsóknartíma, komið á stofugang eftir samkomulagi eða aðstandendur óskað eftir fjölskyldufundi.

Meðan á veikindum og meðferð stendur geta komið upp aðstæður sem þarf að bregðast skjótt við og þá er mikilvægt að hafa beint samband við deildina og tala við lækni, hjúkrunarfræðing eða bráðamóttöku.

Hafðu samband ef þú finnur þessum fyrir einkennum:

Hiti hækkar
  • Ef hiti er 38 °C er ráðlagt að mæla hann aftur eftir eina klukkustund og hafa strax samband ef hann er mælist hærri þá.

  • Hiti er merki um sýkingu og honum fylgir oft hrollur og vanlíðan. Hafa ber í huga að sterar og ýmis verkjalyf eru hitalækkandi og þá getur hiti mælst lægri en hann er í raun, þrátt fyrir sýkingu.

  • Vegna skertra varna sjúklings í daufkyrningafæð (neutropeníu) gilda lægri viðmið:

  • Ef hiti er 37,5°C er ráðlagt að mæla hann aftur eftir eina klukkustund.

  • Ef hiti mælis hærri þá eða honum fylgir hrollur og vanlíðan, þarf að hafa strax samband.

Önnur einkenni
  • Hósti, mæði, hrygla og grænleitur uppgangur.

  • Særindi í munni og hálsi.

  • Verkir eða sviði við þvaglát.

  • Niðurgangur en hann getur verið merki um sýkingu eða bólgur í meltingavegi. Til dæmis ef hægðir eru mjög linar eða vatnskenndar og 4-6 sinnum eða oftar á sólarhring.

  • Auknir eða skyndilegir verkir sem ekki hafa verið áður.

  • Marblettir eða húðblæðingar, nefblæðing eða blóð í þvagi og hægðum.