Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Barnadeild er legudeild fyrir börn sem leggjast þangað inn eftir tilvísun frá lækni

Á barnadeild er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta.

Börn að 18 ára aldri dvelja þar:

  • með ýmis heilbrigðisvandamál og sjúkdóma, svo sem krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, meltingafærasjúkdóma, sýkingar og fleira

  • eftir ýmsar skurðaðgerðir

Barnadeild veitir þverfaglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.

Á barnadeildinni er góð aðstaða fyrir börnin að hafa foreldri hjá sér allan sólarhringinn.

Farsæld barna

Barnaspítali Hringsins vinnur samkvæmt lögum um farsæld barna sem eiga að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum þjónustuaðila.