Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni
Efnisyfirlit
Þjónusta
Deildin er staðsett í húsi geðþjónustu Landspítala á Hringbraut, 33D
Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni er sérhæfð fíknigeðdeild
Deildin sinnir ólögráða ungmennum sem eiga við alvarlegan vímuefnavanda að stríða samhliða bráðum geðrænum vanda. Hlutverk hennar er að hafa náið eftirlit með hugsanlegum fráhvarfseinkennum í kjölfar alvarlegrar vímuefnaneyslu og veita stuðning og ráðgjöf til ungmenna sem þar leggjast inn og fjölskyldna þeirra.
Á deildinni starfar þverfaglegt meðferðarteymi með fagþekkingu frá fíknigeðdeild, barna- og unglingageðdeild og bráðamóttöku Landspítala, í samstarfi við Barna- og fjölskyldustofu og barnaverndarnefndir um allt land.
Meðal dvalartími
Gert er ráð fyrir að ungmenni dvelji á deildinni í 1-3 sólarhringa en eftir það taka við önnur úrræði
