Áfallateymi
Efnisyfirlit
Þjónusta
Áfallateymi Landspítala sinnir áfallahjálp, greiningu og meðferð áfallastreituröskunar
Þjónusta áfallateymisins skiptist í bráðaþjónustu og meðferðarlínu.
Bráðaþjónusta: Veitir aðstoð við afleiðingar nýrra áfalla, svo sem kynferðisofbeldis, heimilisofbeldis eða líkamsárása. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og felur í sér áfallahjálp, greiningu og meðferð eftir þörfum.
Meðferðarlína: Veitir þjónustu við skjólstæðinga með áfallastreituröskun og samhliða geðvanda vegna eldri áfalla. Byrjað er á greiningarmati og veitt meðferð ef áfallastreituröskun greinist.
Þeir sem eru á biðlista eða eru komnir í meðferð í gegnum meðferðarlínu teymisins geta haft samband með því að senda fyrirspurn í gegnum Heilsuveru.
