Áfallamiðstöð
Efnisyfirlit
Þjónusta
Áfallamiðstöð á Landspítala veitir þeim sem leita til bráðamóttökunnar í Fossvogi sálrænan stuðning og aðstoð við tilfinningalega úrvinnslu nýlegra alvarlegra áfalla.
Áfallahjálp er skammtíma inngrip með áherslu á forvarnir og mat á þörf fyrir tilvísun í frekari eftirfylgd.
Starfsfólks áfallamiðstöðvar metur andleg/líkamleg viðbrögð í kjölfar áfalls.
Aðstoð er veitt við úrvinnslu áfalls.
Veitt er fræðsla um algeng og eðlileg streituviðbrögð í kjölfar áfalla.
Unnið er að styrkingu bjargráða og stuðningskerfa.
Áhættuþættir með tilliti til áfallastreituröskunar eru metnir og vísað í sérhæft úrræði ef þörf er á.
Fylgt er lögum um tilkynningaskyldu til barnaverndaryfirvalda.
Markmið áfallamiðstöðvar Landspítala er að tryggja velferð þeirra sem leita eftir þjónustu;
Nýleg áföll þar sem lífi eða limum er ógnað
Þolendur líkamsárása, heimilisofbeldis og alvarlegra slysa
Þeir sem verða vitni að sérlega alvarlegum áföllum, til dæmis: komið að sjálfsvígum
Tilvísanir
Áfallamiðstöð Landspítala tekur við beiðnum og tilvísunum frá:
deildum Landspítala
fagaðilum utan Landspítala eftir því sem tök eru á
Fyrir fagfólk - Virkjun áfallateymis á neyðartímum
Áfallateymi Landspítala er einungis virkjað á neyðartímum samkvæmt útkalli almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra eða samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala.
