Við úthlutun styrkja úr Lýðheilsusjóði var áhersla lögð á að styrkja aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna og efla félagsfærni ásamt því að draga úr einmanaleika. Voru styrkþegar tilkynntir við athöfn í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í gær. Önnur áhersluatriði eru áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, næring, hreyfing og kynheilbrigði.