Talnabrunnur - 2. tölublað 2024
11. mars 2024
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út.
Umfjöllunarefni Talnabrunns er ADHD lyfjanotkun á Íslandi. Mikil spurn hefur verið eftir tölulegum upplýsingum um þennan málaflokk og hefur embætti landlæknis fylgst grannt með þróun í notkun þessara lyfja á síðustu árum og miðlað þeim upplýsingum til haghafa. Til að svara eftirspurninni enn betur hefur nú einnig verið þróað gagnvirkt mælaborð þar sem hægt er að nálgast tölulegar upplýsingar um notkun ADHD lyfja. Mælaborðið mun verða uppfært ársfjórðungslega og þannig er aðgengi að tölulegum upplýsingum um notkun ADHD lyfja á Íslandi bætt til muna.
Greinarhöfundar eru Védís Helga Eiríksdóttir og Arnar Sigbjörnsson.