Fara beint í efnið

Endurskoðaðar ráðleggingar um næringu barna fyrir dagforeldra og starfsfólk ungbarnaleikskóla

11. janúar 2018

Komnar eru út á vegum Embættis landlæknis endurskoðaðar Ráðleggingar um næringu barna fyrir dagforeldra og starfsfólk ungbarnaleikskóla en þær taka mið af nýlegum ráðleggingum um mataræði.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Komnar eru út á vegum embættis landlæknis endurskoðaðar ráðleggingar um næringu barna - fyrir dagforeldra og starfsfólk ungbarnaleikskóla en þær taka mið af nýlegum ráðleggingum um mataræði.

Um er að ræða ráðleggingar um fæðuval sem hentar börnum á aldrinum eins til tveggja ára og eru ætlaðar dagforeldrum og starfsfólki í ungbarnaleikskólum. Markmiðið er að auðvelda starfsfólki að gefa börnunum hollan og góðan mat við hæfi.

Varðandi þau börn sem byrja hjá dagforeldrum eða í ungbarnaleikskólum fyrir eins árs aldur er bent á bæklinginn Næring ungbarna en í honum er að finna opinberar ráðleggingar um mataræði barna á fyrsta ári.

Ráðleggingarnar eru eingöngu á rafrænu formi og er hægt að skoða þær.

Embættið vill einnig vekja athygli á endurskoðaðri Handbók fyrir leikskólaeldhús sem var nýlega birt hér á heimasíðunni.

Það er von embættisins að ráðleggingarnar komi að gagni við að bjóða börnunum hollan og góðan mat við þeirra hæfi.

Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis