Stiklingaræktun á Hrym
14. október 2025
13:00 til 17:00
Árleyni 22, Keldnaholti,
Reykjavík
Bæta við í dagatal
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á námskeið þriðjudaginn 14. október 2025 þar sem fjallað verður um aðferðir til að framleiða skógarplöntur af Hrym lerkikynblendingi frá stiklingum og helstu eiginleika þeirra. Fjallað verður um tæknina, sem notuð er við örplöntuframleiðslu, ræktun og val á móðurplöntum, söfnun, klippingu og meðhöndlun á stiklingaefni. Einnig undirbúning ræktunar og aðstæðna, hvaða möguleikar eru til staðar, og kosti og galla við aðferðina.
