Samtal forystufólks um norræna lífhagkerfið
11. júní 2025
Í tilefni af 60 ára afmæli Norrænu samstarfsnefndarinnar um landbúnaðar- og matvælarannsóknir (NKJ) munu NKJ og SNS sameiginlega leggja áherslu á eitt lykilmarkmið, að miðla niðurstöðum vísindarannsókna á skilvirkan hátt til stefnumótandi fólks og hagnýtra nota svo þær nýtist til að knýja áfram norræna lífhagkerfið. Áhugasömum býðst að taka þátt í pallborðsumræðum 11. júní, annað hvort á staðnum eða í beinni útsendingu.