Líffræðiráðstefnan 2025
9. október 2025
Öskju og Íslenskri erfðagreiningu

Líffræðiráðstefna Líffræðifélags Íslands 2025 fer fram 9.–11. október í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ, og hjá Íslenskri erfðagreiningu
Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og þar koma saman flestallir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um líffræði.
Öndvegisfyrirlesarar
– Johannes Krause, Max Planck Institute for Evolutionary Anthropology
– Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafni Íslands
– Sunnvör í Kongsstovu, Fróðskaparsetur Færeyja – Háskólinn í Færeyjum
– Benedikt Hallgrímsson – University of Calgary
Sérstakar málstofur
Frá hugmynd til hagnýtingar – pallborð um grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir, nýsköpun og sprota.
LIFE-ICEWATER – vinnustofa um ICEWATER, samstarfsverkefni sem styður við og flýtir fyrir innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi og fékk nýverið 3,5 milljarða styrk frá Evrópusambandinu.
BIODICE workshop – vinnustofa á vegum BIODICE, samstarfsverkefni um líffræðilega fjölbreytni.
Málstofa um náttúruvísindamenntun
Líffræðifélag Íslands skipuleggur Líffræðiráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ, og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands.
