Áhættumat trjáa - námskeið hjá Endurmentun græna geirans
20. mars 2025
kl. 09:00 til 15:00
Garðyrkjuskólinn Reykjum,
816 Ölfusi

Garðyrkjuskólinn - FSu býður upp á eins dags námskeið 20. mars um áhættumat trjáa. Kennt verður á Reykjum í Ölfusi og leiðbeinandi verður Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi. Skráningarfrestur er til 6. mars.
Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis atriði sem mikilvægt er að kunna skil á til að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki. Námskeiðið hefst á bóklegri yfirferð þar sem farið verður yfir:
Helstu kvilla í trjám.
Varnarviðbrögð trjáa og heilbrigði.
Mat á mögulegri hættu sem stafað getur af trjám
Varnarviðbrögð trjáa við áreiti, skaða og klippingum
Seinni hluti námskeiðsins er verklegur þar sem farið verður yfir:
Hvernig tré eru skoðuð með tilliti til áhættumats.
Mismunandi matsaðferðir.
Muninn á ítarlegu áhættumati og sjónrænu mati á ástandi trjáa.
Skipulagningu inngripa í takti við niðurstöður matsins.
Kennsla: Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi (MArborA MSc).
Tími: Fimmtudagur 20. mars kl. 9-15 hjá Garðyrkjuskólanum að Reykjum, Ölfusi.
Skráning á netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is.
Skráningarfrestur: 6. mars