Gjaldskrá HVE
Greiðslur fyrir þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru ákveðnar að Heilbrigðisráðuneytinu annarsvegar og hins vegar af framkvæmdastjórn HVE fyrir aðra þjónustu en heilbrigðisþjónustu.
Gjaldskrá er mismunandi eftir því hvort um er að ræða sjúkratryggða eða ósjúkratryggða.
Gjaldskrá þjónustu
Komur og vitjanir
Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma frá kl. 8-16:00 - almennt gjald 500 kr.
Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma - almennt gjald 3.100 kr.
Vitjun læknis á dagvinnutíma frá kl. 8-16:00 - almennt gjald 3.400 kr.
Vitjun læknis utan dagvinnutíma - almennt gjald 4.500 kr.
Börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort, aldraðir og öryrkjar og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki.
Ósjúkratryggðir
Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma frá 8:00-16:00 - 13.479 kr.
Koma á heilsugæslustöð vegna mæðra- og ungbarnaverndar - 13.479 kr.
Koma á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma og á laugardögum og helgidögum - 19.950 kr.
Vitjun læknis á heilsugæslustöð á dagvinnutíma - 28.576 kr.
Vitjun læknis á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma - 35.449 kr.
Vitjun annarra en lækna á heilsugæslustöð - 14.557 kr.
Rannsóknir og greiningar
Rannsókn með beiðni til rannsóknarstofu - almennt gjald 3.591 kr. - aldraðir og öryrkjar 2.393 kr. - börn greiða ekkert gjald
Krabbameinsleit - almennt gjald 500 kr. - aldraðir og öryrkjar 0 kr.
Geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimælingar - almennt gjald 90% af heildarverði - aldraðir og öryrkjar 2/3 af almennu gjaldi - börn greiða ekkert gjald
Ósjúkratryggðir
Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknarstofu og vegna rannsóknar á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknarstofu skal greiða 6.336 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.
Fyrir hverja komu til geisla- og myndgreiningar skal greiða 6.336 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.
Legstrok vegna krabbameinsleitar, almennt gjald 13.479 kr.
Bólusetningar
Auk komugjalds greiða sjúkratryggðir fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega. Greiðslur fyrir bóluefni fara ekki inn í afsláttarstofn.
Bóluefni við árstíðabundinni inflúensu er að kostnaðarlausu þeim sem eru í tilgreindum áhættuhópum.
Ekki er greitt fyrir reglubundnar bólusetningar í heilsuvernd barna.
Sjá gjaldskrá bólusetninga. - https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/gjaldskra/#Flipi3
Ósjúkratryggðir greiða sama gjald.
Vottorð
Gjöld fyrir læknisvottorð í heilsugæslu.
Vottorð vegna fjárhagslegrar aðstoðar við fötluð og sjúk börn, 0 kr.
Vottorð vegna endurhæfingarlífeyris, 0 kr.
Örorkuvottorð vegna lífeyristrygginga, 0 kr.
Örorkuvottorð vegna slysatrygginga, 0 kr.
Vottorð um fjarvistir nemenda úr skólum, 2.405 kr.
Framhaldsvottorð vegna slysatrygginga, 863 kr.
Áverkavottorð vegna slysatrygginga, 1.861 kr.
Vottorð vegna beiðni um þjálfun, 1.861 kr.
Vottorð vegna öflunar hjálpartækja, 1.861 kr.
Vottorð vegna lengingar fæðingarorlofs, 1.861 kr.
Vottorð vegna hreyfihömlunar (uppbót v. reksturs bifreiðar), 1.861 kr.
Vottorð vegna heimahjúkrunar, 1.861 kr.
Vottorð vegna vistunar sjúklings erlendis, 1.861 kr.
Vottorð vegna umsóknar um lyfjaskírteini, 1.861 kr.
Vottorð vegna sjúkranudds, 1.861 kr.
Vottorð vegna sjúkradagpeninga, 1.861 kr.
Vottorð vegna ferðakostnaðar innanlands, 1.861 kr.
Vottorð vegna umsóknar um styrk og uppbót til kaupa á bifreið fyrir fatlaða, 1.861 kr.
Vottorð vegna bóta úr slysa- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, án greinargerðar, 1.861 kr.
Vottorð um fjarvistir til atvinnurekenda, 2.405 kr.
Vottorð um heilsufar nemenda til skóla, leikskóla og sumarbúða, 2.405 kr.
Vottorð um ónæmisaðgerðir og alþjóðaónæmisskírteini, 2.405 kr.
Vottorð um undanþágu til bílbeltanotkunar, 2.405 kr.
Vottorð vegna dagmóðurstarfa, 2.405 kr.
Vottorð vegna endurgreiðslu ferðakostnaðar, s.s. ferðarofs 2.405 kr.
Vottorð til skattayfirvalda, 2.405 kr.
Vottorð vegna veitingar ökuleyfis, 2.405 kr.
Vottorð um heilsufar einstaklinga til félagsþjónustunnar og annarra stofnunar, 2.405 kr.
Vottorð um heilsufar kjörforeldra, stuðningsforeldra og fósturforeldra, 2.405 kr.
Vottorð vegna byssuleyfis, 7.446 kr.
Vottorð vegna skóla og sumarbúða erlendis, 7.446 kr.
Vottorð um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu, þ.m.t. vegna atvinnuréttinda (meiraprófs), 7.446 kr.
Vottorð um niðurstöður úr Covid sýnatökum, 7.7999 kr.
Vottorð um starfshæfni og fyrir staðfestingu á heilsufari til Virk, 2.228 kr.
Fyrir eftirfarandi vottorð skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 6.250 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð vegna þungunarrofs og ófrjósemisaðgerða
Vottorð vegna umsókna um örorkubætur til lífeyrissjóða
Fyrir eftirfarandi vottorð skal að lágmarki greitt fyrir klukkutímavinnu læknis, 16.954 kr. og síðan 5.651 kr. til viðbótar fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð til lögmanna og tryggingafélaga vegna sjúkdóma eða slysa, til tryggingafélaga vegna líf- og sjúkdómatrygginga eða umsókna um örorkubætur eða ættleiðingu, til lögreglu, sýslumanna, vegna dvalar- og/eða atvinnuleyfa hér á landi og dvalar eða starfa erlendis,
Ítarlegt vottorð um heilsufar einstaklings vegna beiðni þriðja aðila (skóla, atvinnurekanda, sjómannavottorð)
Greiðslur vegna vottorða fara ekki í afsláttarstofn.
Ósjúkratryggðir
Gjöld fyrir læknisvottorð skulu miðast við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 8.897 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Sjúkraþjálfun
Sjúkratryggingar greiða 90% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun. Veita má sjúkratryggðum sjúkraþjálfun án beiðni, að hámarki 6 skipti á ári (gildir eingöngu hjá þeim þjálfurum sem eru á samning við SÍ).
Sjá nánar um gjaldskrá á vef Sjúkratrygginga Íslands1.
Ósjúkratryggðir
Fyrir sjúkraþjálfun skal greiða 6.336 kr. og til viðbótar 100% gjalds skv. gjaldskrá í gildandi samningum Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraþjálfun.
1 https://island.is/s/sjukratryggingar/gjaldskra-og-botafjarhaedir
Slysa-og göngudeild
Komugjald á slysastofu 8.909 kr., aldraðir og öryrkjar 5.852 kr. Börn greiða ekkert gjald.
Endurkomugjald á slysastofu 4.920 kr.
Vefjasýni 3.591 kr.
Ósjúkratryggðir
Komugjald á slysastofu 88.557 kr.
Vefjasýni 3.591 kr.
Dagdeild/Göngudeild
Komugjald á dagdeild/göngudeild vegna þjónustu annarra en sérgreinalækna 4.920 kr., aldraðir og öryrkjar 3.191 kr. Börn greiða ekkert gjald.
Ósjúkratryggðir
Fyrir hverja komu til sérgreinalæknis á göngudeild og dagdeild skal greiða 6.336 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.
Sjúkraflutningur
Fyrir sjúkraflutning á sjúkrahús/heilbrigðisstofnun og frá sjúkrahúsi/heilbrigðisstofnun skulu sjúkratryggðir greiða 9.871 kr., sem RKÍ innheimtir.
Ósjúkratryggðir
Fyrir sjúkraflutning skal ósjúkratryggður greiða 59.577 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund, auk kílómetragjalds sem RKÍ innheimtir.
Sérfræðiþjónusta
Gjaldskrá fyrir sérfræðiþjónustu er að finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.1
almennt gjald 90% af heildarverði
aldraðir og öryrkjar 2/3 af almennu gjaldi
börn greiða ekkert gjald
Önnur þjónusta
Auk komugjalda skulu 18 ára og eldri, aldraðir og öryrkjar greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:
Þungunarpróf, 904 kr.
Streptókokkarannsóknir, 650 kr.
Lyfjaleit í þvagi, 904 kr.
CRP (C-reaktíft prótein), 1.185 kr.
HbA1c (glýkósýlerað hemóglóbín), 1.695 kr.
Berklapróf (Mantoux), kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
Ofnæmispróf (prick húðpróf), kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
Pokar vegna blóðaftöppunar, 1.468 kr.
Leigugjald fyrir afnot af blóðþrýstingsmæli í 24 stundir, 7.043 kr.
Þvagstix 143 kr. / 163 kr.
Túlkaþjónusta
Heilbrigðisstofnun Vesturlands tryggir að þjónusta við sjúklinga sem eru af erlendu bergi brotnir sé í samræmi við lög um réttindi sjúklinga nr. 74/19971.
Ósjúkratryggðir
Fyrir nauðsynlega túlkaþjónustu skal sjúklingur greiða fullt gjald samkvæmt samningi Ríkiskaupa þjónustuaðila um túlkaþjónustu.
1 https://www.althingi.is/lagas/nuna/1997074.html
Annað
Hækja 1 stk, 3.900 kr.
Röntgenmyndir á USB, 2.000 kr.
Dvöl maka á kvennadeild, 4.000 kr.
Dagvistun, 1.619 kr. dagurinn
Gjöld vegna Covid 19 - https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2021/01/11/Synatokur-einkennalausra-fyrir-ferdalog-og-gjaldskra-2021/
