Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Þjónustukönnun

28. maí 2025

HSS er að fara af stað með þjónustukönnun. Markmið þjónustukönnunar er að kanna upplifun skjólstæðinga á þjónustunni og stuðla að umbótum þar sem þörf er á.

Skjólstæðingar sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslunni, dagdeild, röntgen, rannsókn og sálfélagslegri þjónustu fá áminningu um tímann í SMS.

Daginn eftir heimsóknina mun síðan berast annað SMS í sama símanúmer þar sem spurt er um þjónustuna.

Sé fólk ekki með skráð símanúmer er hægt að ræða við starfsfólk móttöku og skrá símanúmer við komuna.

Hafi skjólstæðingar fengið fleiri en eina þjónustu sama daginn fá þeir sent eitt SMS með hlekk á þjónustukönnunina fyrir hverja þjónustu sem viðkomandi fékk þann daginn.

Þessi þjónustukönnun fer einnig til skjólstæðinga sem mæta á heilsugæsluna í Vogum og Suðurnesjabæ.

Við værum þakklát fyrir góða þátttöku í þjónustukönnuninni.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Hafa samband

Aðalnúmer: 422 0500

hss@hss.is

Opnun­ar­tími

Allir opnunartímar

Slysa- og bráðamóttaka er
opin allan sólarhringinn


Heim­ils­fang

Skólavegi 6
230 Reykjanesbæ

Kennitala: 511297-2819