Síðasti dagur i hópbólusetningum 17. nóvember
7. nóvember 2025
Inflúensubólusetning

Síðasti hóp bólusetningardagurinn við inflúensu verður í Kirkjulundi mánudaginn 17. nóvember, kl. 9-12
Reykjanesapótek er í samstarfi við HSS og er hægt að fá inflúensubólusetningu þar alla virka daga eftir 1. nóvember.
Hægt er að bóka tíma á heilsuvera.is eða í síma 422-0500 milli kl. 8-16. Einnig munu einstaklingar í forgangshópum fá sms boðum. Fyrri sms gilda áfram.
SÓTTVARNALÆKNIR MÆLIST TIL AÐ EFTIRTALDIR ÁHÆTTUHÓPAR NJÓTI FORGANGS VIÐ INFLÚENSUBÓLUSETNINGAR:
Áhættuhópar Inflúensu eru:
Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu.
Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmmisbælandi sjúkdómum.
Barnshafandi
Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan
fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu sbr. frétt í okt. 2023
Sóttvarnalæknir mælist til þess að ofangreindir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu en til að svo megi verða þarf einungis að krefja þessa einstaklinga um greiðslu fyrir umsýslukostnaði
Við hvetjum sérstkalega alla með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem eru 60 ára og eldri sem eiga eftir að fá bólusetningu að mæta.