Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Nornahár

16. júlí 2025

Nornahár er örþunnar glernálar sem myndast í eldgosum þegar kvika kemur upp úr gosopi. Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og myndar þessa glerjuðu þræði. Hárin eru mjög létt og geta borist langt en það fer eftir veðuraðstæðum hversu langt þau berast.

Ef nornahár berast á húð er best að blása eða skola þau af, þar sem þau geta valdið óþægindum ef þau stingast í húð líkt og um flís væri að ræða. Ef fólk handleikur nornahár eða stígur á þau getur það valdið ertingu og sársauka.

Vinsamlega forðist að börn stingi nornahárum upp í sig þar sem það gæti valdið köfnunarhættu. Einnig ætti að forðast að vera skólaus úti.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Hafa samband

Aðalnúmer: 422 0500

hss@hss.is

Opnun­ar­tími

Allir opnunartímar

Slysa- og bráðamóttaka er
opin allan sólarhringinn


Heim­ils­fang

Skólavegi 6
230 Reykjanesbæ

Kennitala: 511297-2819