Inflúensubólusetning fyrir börn
29. október 2025
Infúensubólusetning fyrir börn 2025

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður öllum börnum frá 6 mánaða til 5 ára bólusetningu gegn inflúensu þeim að kostnaðarlausu.
Inflúensan getur verið alvarleg, sérstaklega fyrir ung börn. Með því að bólusetja veitum við þeim aukna vörn og hjálpum til við að draga úr útbreiðslu veirunnar.
Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:
Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu.
Börn með undirliggjandi sjúkdóma
Börn sem eru í nánum tengslum við viðkvæma aðila
Það tekur það líkamann tvær vikur að þróa vörn gegn inflúensunni eftir að barnið er bólusett
Nú er tíminn til að bólusetja - áður en inflúensutímabilið nær hámarki.
Hægt að bóka tíma í afgreiðlsu HSS frá kl. 9-15 í síma 4220500