Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Inflúensa

29. október 2025

Upplýsingar um einkenni og meðferð við inflúensu

Inflúensa er veirusýking í efri öndunarfærum sem orsakast af inflúensuveirum A og B. 
Hún er oftast árstíðabundin, venjulega frá október til mars og getur valdið bæði mildum og alvarlegum veikindum.

Einkenni: Inflúensa hefst oftast snögglega og einkennist af:

  • ️Hita (sérstaklega hjá börnum)

  • Höfuðverk, beinverkjum og vöðvaverkjum

  • Hósta og nefrennsli

  • Hálsbólgu og stundum kvefi (sjaldgæfari einkenni)

Munurinn á flensu og kvefi

Einkenni

Flensa

Kvef

Upphaf

Snöggt, innan 24 klst

Hægt, yfir nokkra daga

Hiti

Algengur

Sjaldgæfur

Verkir

Miklir

Vægir

Hósti

Algengur

Algengur

Hálsbólga

Stundum

Algeng

Slappleiki

Mjög algengur

Minni háttar

Smitleiðir:

Smitleið

Hvernig gerist það

Hversu algengt

Dropasmit

Hóst, hnerri, tal

Mjög algengt

Snertismit

Mengað yfirborð

Nokkuð algengt

Loftborið smit

Örsmáar agnir í lofti

Sjaldgæft en mögulegt

Meðgöngutími og smitandi tímabil inflúensu

  • Eftir að einstaklingur smitast af inflúensuveiru tekur það venjulega um 2 daga þar til einkenni koma fram, en meðgöngutíminn getur verið allt frá 1 upp í 4 daga.

  • Að meðaltali eru einstaklingar smitandi í um 6 daga, þ.e 1-2 dögum áður en einkenni koma fram og 5-7 daga eftir að veikindi hefjast. Fólk með skert ónæmiskerfi getur verið smitandi í lengri tíma.

Greining

Greining er fyrst og fremst klínísk og byggist á sjúkdómseinkennum. Það er hægt að taka sérstök próf úr nefkoki og láta greina, ýmist með skyndiprófi eða á rannsóknarstofu.

Forvarnir

  • Handþvottur. Sápa og spritt drepur veiruna

  • Takmarka umgengi við smitaða

  • Nota grímu ef þörf er á til að minnka líkur á smiti.

Inflúensuveirur geta haldið áfram að vera smitandi á yfirborðum utan líkama í lengri tíma, oft frá dögum upp í vikur. Því er mikilvægt að þrífa sameiginlega snertifleti með sápu eða spritti.

Bólusetning veitir bestu vörnina

Eftirfarandi áhættuhópar njóta forgangs við inflúensubólusetningu:

  • Börn á aldrinum 6 mánaða til og með 5 ára

  • Fullorðnir 60 ára og eldri

  • Börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan

  • Þungaðar konur

Meðferð

  • Drekka vel af vatni.

  • Hvíla sig og sofa vel.

  • Taka hitalækkandi lyf.

  • Vera heima þar til hitalaus í lágmark einn sólarhring án hitalækkandi lyfja og líðan er betri.

  • Þolinmæði, það tekur líkamann 1-2 vikur að jafna sig á inflúensu.

  • Tamiflu veirulyf eru stundum gefin þeim sem eru í áhættuhóp og hafa alvarleg eða versnandi einkenni.

Varúðarráðstafanir eftir að smit hefur átt sér stað.

  • Hylja munn og nef með olnboga eða pappírsþurrku við hósta eða hnerra.

  • Nota einnota pappírsþurrkur og henda þeim strax eftir notkun.

  • Góður handþvottur:

  • Þvo hendur reglulega með sápu og vatni, eða

  • nota spritt.

  • Nota andlitsgrímu

  • Fjarlægðartakmörkun og sjálfskipuð einangrun getur dregið úr loftborinni smitun.

  • Að bæta loftræstingu — t.d. með því að opna glugga og hleypa inn fersku lofti.

Hvenær á að leita læknis? Leita til heilsugæslu (vaktina) ef:

Leita til bráðamóttöku ef:

Ef barn fær inflúensu Fara með barn strax á næstu bráðamóttöku ef:

  • Hröð öndun eða barn á erfitt með öndun.

  • Blámi kemur á varir.

  • Grunur er um ofþornun.

  • Barn á erfitt með að vakna og/eða þú nærð litlu sambandi við það.

  • Barn lagast af inflúensunni en slær síðan niður aftur og fær hita eða hósta.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Hafa samband

Aðalnúmer: 422 0500

hss@hss.is

Opnun­ar­tími

Allir opnunartímar

Slysa- og bráðamóttaka er
opin allan sólarhringinn


Heim­ils­fang

Skólavegi 6
230 Reykjanesbæ

Kennitala: 511297-2819