HPV bólusetningar pilta í árgöngum 2008-2010
14. janúar 2026
Bólusetning í FS dagana 12-15 janúar 2026

Dagana 12. - 15. janúar er drengjum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, árgangi 2008-2009 boðið uppá HPV bólusetningu í skólanum á milli kl 10:10 og 12:40
Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða piltum fæddum 2008–2010 upp á bólusetningu við HPV (Human Papilloma Veirum) sem m.a. geta valdið krabbameini í hálsi og víðar og vörtum á kynfærum (HPV bólusetningar pilta í árgöngum 2008-2010 | Embætti landlæknis). Boðið verður upp á bóluefnið Gardasil 9, einn skammt. Hér má finna frekari upplýsingar um þessar bólusetningar HPV (Human Papilloma Virus) | Ísland.is.
Ákveðið var í samstarfi við Fjölbrautarskóla Suðurnesja að bjóða upp á Gardasil bólusetningu á skólatíma frá 12. - 15. janúar 2026 kl. 10:10 til 12:40 í Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Margir drengir hafa komið og þegið bólusetningu, hvetjum við þá sem eftir eiga að koma að nýta sér þessa þjónustu.
Einungis verða bólusettir þeir piltar sem ekki hafa fengið HPV bólusetningu áður. Einnig verður boðið upp á HPV bólusetningar á heilsugæslu HSS, fyrir þá sem eru skráðir á stöðina. Hægt er að skipta um heilsugæslu á Sjúkratryggingar ( mínar síður ).
Tímabókun í síma 422-0500 frá klukkan 9-12. Þeir sem eru skráðir á aðra heilsugæslu skulu bóka tíma á sinni heilsugæslu.
Á heilsuvefnum Heilsuvera.is eru upplýsingar um bólusetningar sem foreldrar eru hvattir til að kynna sér vel.
Með bestu kveðjum,
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja