Hjúkrunarráðstefna á Akureyri
5. október 2025
Hjúkrunarfræðingar HSS á hjúkrunarráðstefnu í Hofi á Akureyri

Vaskur hópur hjúkrunarfræðinga frá HSS fóru á hjúkrunarráðstefnu í Hofi á Akureyri dagana 25. -26. september. Þar var fagmennskan í fyrirrúmi og voru fulltrúar HSS með glæsileg erindi á ráðstefnunni.
Fyrst ber að nefna Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra sem fór með erindið um „Mönnunarviðmið í hjúkrun, næstu skref“. En Guðlaug Rakel var í verkefnahóp sem heilbrigðisráðherra skipaði um mönnunarviðmið í hjúkrun. Þar kynnti hún helstu niðurstöður skýrslunnar.
Næst ber að nefna erindi Ingibjargar Þórðardóttur, deildarstjóra Víðihlíðar í Grindavík. Ingibjargar erindi var „Þegar náttúruöflin taka völdin: Hjúkrunarheimili í skugga náttúruhamfara“ Þar fór Ingibjörg yfir aðdraganda, rýmingu og áhrif náttúruhamfaranna á starfsfólk og vistmenn á hjúkrunarheimilinu Víðihlíðar í Grindavík.
Síðast en ekki síst kynntu Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og Berglind Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur frumniðurstöður rannsóknar sem unnin hefur verið á HSS „Sykursýki fyrsta árið“ Markmið rannsóknarinnar var að skoða stöðu einstaklinga með nýgreinda sykursýki tegund 2 við greiningu og áhrif þverfaglegrar meðferðar og stuðnings á blóðsykur, líkamsþyngd, mataræði, hreyfingu, svefn og andlega líðan 12 mánuðum síðar.
Sjá fleiri myndir á facebook síðu HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja