Mikilvægt að huga að heilsunni
29. september 2025
Heilsu og forvarnarvika á HSS

Heilsu- og forvarnarvika á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ verður haldin 29. september – 5. október. Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem almenningur er hvattur til að kynna sér.
Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 30. september. – 6. Október
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ætlar að bjóða upp á fræðslu fyrir almenning og starfsmenn á biðstofu Heilsugæslu 1. október kl. 15-16 þar sem:
Sykursýkismóttaka kynnir sykursýki og áhættuþætti (Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir sérfræðingur í hjúkrun einstaklinga með sykursýki)
Kynning á öldrunarmóttökunni (Rósa Víkingsdóttir og Hildur Þóra Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingar )
Heilbrigður lífsstíll, af hverju (Guðrún Karítas Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur)
Heilbrigður lífsstíll er að huga að líkamanum á heildrænan hátt. Líkamlega, andlega og félagslega heilsan er samofin og þarf að huga að öllum þessum þáttum. Átak, megrun og tímabundin markmið eru okkur ekki til góðs. Holl, regluleg næring, hreyfing og góður svefn er undirstaða þess að halda líkamanum eins heilbrigðum og hægt er og þarf að huga að því alla daga og til framtíðar en ekki bara hlut af ári.