Verkefni
Rannsóknir alvarlegra fjármuna- og efnahagsbrota
Embættið sérhæfir sig í rannsóknum alvarlegra fjármuna og efnahagsbrota, skatta- og tollalagabrota, brota gegn lögum sem varða gjaldeyrismál, samkeppni, verðbréf, lánsviðskipti og aðra fjármálastarfsemi, umhverfisvernd, vinnuvernd, stjórn fiskveiða og annarra alvarlegra, óvenjulegra eða skipulagðra fjármunabrota sem tengjast atvinnurekstri eða verslun og viðskiptum sem og brota gegn lögum um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði og brota gegn kosningalögum.
Rannsóknir skipulagðrar brotastarfsemi
Embættið fer með formennsku í stýrihópi um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Hópurinn er samvinnuverkefni héraðssaksóknara, ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, lögreglustjórans á Suðurlandi og lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Rannsóknir brota gegn lögreglu og brota lögreglumanna í starfi
Embættið rannsakar brot gegn starfsmönnum lögreglu og öðrum opinberum starfsmönnum þegar þeir gegna skyldustörfum sínum.
Hjá embættinu eru einnig rannsökuð mál á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætluð refsivert brot við framkvæmd starfa. Rannsóknir ætlaðra brota starfsmanna héraðssaksóknara eru á forræði ríkissaksóknara.
Endurheimt og upptöku ólögmæts ávinnings
Vinna við endurheimt og upptöku ólögmæts ávinnings af hvers kyns refsiverðri háttsemi í tengslum við lögreglurannsóknir á landsvísu.
Helstu verkefni eru saksókn tiltekinna mála sem lögreglustjórar rannsaka á s.s. kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, skipulögð brotastarfsemi, meiriháttar líkamsmeiðingar, manndráp, almannahættubrot og frelsissvipting. Einnig saksókn mála er varða brot gegn lögreglu og öðrum opinberum starfsmönnum er þeir gegna skyldustörfum sínum og brot lögreglumanna í starfi, annarra en starfsmanna héraðssaksóknara.
Helstu verkefni er saksókn alvarlegra fjármuna- og efnahagsbrota, skatta- og tollalagabrota, brota gegn lögum sem varða gjaldeyrismál, samkeppni, verðbréf, lánsviðskipti og aðra fjármálastarfsemi, umhverfisvernd, vinnuvernd, stjórn fiskveiða og annarra alvarlegra, óvenjulegra eða skipulagðra fjármunabrota sem tengjast atvinnurekstri eða verslun og viðskiptum sem og brota gegn lögum um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði og brota gegn kosningalögum.
Helstu verkefni eru fjármál og rekstur embættisins, skjalastjórn og stoðþjónusta við rannsakendur og ákærendur.
Skrifstofan annast móttöku tilkynninga vegna viðskipta þar sem grunur leikur á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Skrifstofan greinir mótteknar tilkynningar, aflar nauðsynlegra viðbótarupplýsinga og miðlar greiningunni til hlutaðeigandi yfirvalda til frekari meðferðar.