Um héraðssaksóknara
Héraðssaksóknari er einn af handhöfum ákæruvalds á Íslandi og fer með lögreglustjórn á sínu verksviði og hefur stöðu og almennar heimildir lögreglustjóra.
Héraðssaksóknari rannsakar og höfðar sakamál á Íslandi, vegna brota sem falla ekki undir aðra handhafa ákæruvalds samkvæmt lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum.
Ráðherra skipar héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara ótímabundið og saksóknara til fimm ára.
Héraðssaksóknari ræður, skipar eða setur annað starfslið við embættið ss. yfirlögregluþjón, aðstoðaryfirlögregluþjóna, lögreglufulltrúa, aðstoðarsaksóknara, saksóknarfulltrúa, sérfræðinga og starfsfólk sem vinnu í stoðþjónustu.