Um héraðsdómstólana
Fyrsta dómstigið af þremur
Héraðsdómstólarnir eru fyrsta dómstigið af þremur á Íslandi. Dómum þeirra má áfrýja ýmist til Landsréttar eða Hæstaréttar.
Átta talsins
Héraðsdómstólarnir eru átta talsins og með staðbundna lögsögu.
Dómarar
Dómarar í héraði eru 42 að tölu og skipaðir ótímabundið í embætti. Dómstólasýslan ákveður við hvaða héraðsdómstól dómarar skuli eiga fast sæti en heimilt er að ákveða að allt að þrír héraðsdómarar eigi ekki fast sæti við tiltekinn dómstól.
Til aðstoðar dómurum má ráða lögfræðinga til fimm ára í senn.
Dómstjórar
Dómstólasýslan skipar dómstjóra við hvern héraðsdómstól en dómstjórar ráða aðra starfsmenn en dómara. Auk þess að gegna dómstörfum er dómstjóri forstöðumaður héraðsdómstóls og ber ábyrgð á starfsemi hans.