Fara beint í efnið
Héraðsdómstólar Forsíða
Héraðsdómstólar Forsíða

Héraðsdómstólar

Um héraðsdómstólana

Fyrsta dómstigið af þremur

Héraðsdómstólarnir eru fyrsta dómstigið af þremur á Íslandi. Dómum þeirra má áfrýja ýmist til Landsréttar eða Hæstaréttar.

Átta talsins

Héraðsdómstólarnir eru átta talsins og með staðbundna lögsögu.

Dómarar

Dómarar í héraði eru 42 að tölu og skipaðir ótímabundið í embætti. Dómstólasýslan ákveður við hvaða héraðsdómstól dómarar skuli eiga fast sæti en heimilt er að ákveða að allt að þrír héraðsdómarar eigi ekki fast sæti við tiltekinn dómstól.

Til aðstoðar dómurum má ráða lögfræðinga til fimm ára í senn.

Dómstjórar

Dómstólasýslan skipar dómstjóra við hvern héraðsdómstól en dómstjórar ráða aðra starfsmenn en dómara. Auk þess að gegna dómstörfum er dómstjóri forstöðumaður héraðsdómstóls og ber ábyrgð á starfsemi hans.

Héraðsdómstólar

Héraðs­dómur Reykja­víkur

Dómhúsið við Lækjartorg, 101 Reykjavík

Sími: 432 5100

Héraðs­dómur Vest­ur­lands

Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes

Sími: 432 5030

Héraðs­dómur Vest­fjarða

Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Sími: 432 5040

Héraðs­dómur Norð­ur­lands Vestra

Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkrókur

Sími: 455 6444

Héraðs­dómur Norð­ur­lands Eystra

Hafnarstræti 107, 600 Akureyri

Sími: 432 5060

Héraðs­dómur Aust­ur­lands

Lyngási 15, 700 Egilsstaðir

Sími: 432 5070

Héraðs­dómur Suður­lands

Austurvegi 4, 800 Selfoss

Sími: 432 5080

Héraðs­dómur Reykja­ness

Fjarðargötu 9, 220 Hafnarfirði

Sími: 432 5100