Fara beint í efnið
Héraðsdómstólar Forsíða
Héraðsdómstólar Forsíða

Héraðsdómstólar

Málþing um þriggja þrepa dómskerfi

28. nóvember 2024

Málþing Hæstiréttar og dómstólasýslunnar um þriggja þrepa dómskerfi, ávinning og áskoranir var haldið í dómsal Hæstaréttar fimmtudaginn 21. nóvember.

Málþing um þriggja þrepa dómskerfi 1

Málþing Hæstiréttar og dómstólasýslunnar um þriggja þrepa dómskerfi, ávinning og áskoranir var haldið í dómsal Hæstaréttar fimmtudaginn 21. nóvember. Til málþingsins var boðið dómurum á öllum dómstigum ásamt lögfræðingum sem starfa hjá dómstólunum.

Málþingið var tvískipt. Í fyrri hluta fjölluðu málflytjendur um breytinguna sem varð á dómskerfinu árið 2018 frá sínum sjónarhóli. Þátttakendur voru lögmennirnir Berglind Svavarsdóttir, Óttar Pálsson og Stefán Andrew Svensson og Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Stjórnandi fyrri hluta málþingsins var Sigurður Tómas Magnússon, varaforseti Hæstaréttar.

Dómarar á öllum dómstigum tóku þátt í seinni hluta málþingsins þar sem var fjallað um hvernig til hefði tekist. Þátttakendur voru Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Eiríkur Jónsson, varaforseti Landsréttar, Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Stjórnandi seinni hluta málþingsins var Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar.

Héraðsdómstólar

Héraðs­dómur Reykja­víkur

Dómhúsið við Lækjartorg, 101 Reykjavík

Sími: 432 5100

Héraðs­dómur Vest­ur­lands

Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes

Sími: 432 5030

Héraðs­dómur Vest­fjarða

Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Sími: 432 5040

Héraðs­dómur Norð­ur­lands Vestra

Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkrókur

Sími: 455 6444

Héraðs­dómur Norð­ur­lands Eystra

Hafnarstræti 107, 600 Akureyri

Sími: 432 5060

Héraðs­dómur Aust­ur­lands

Lyngási 15, 700 Egilsstaðir

Sími: 432 5070

Héraðs­dómur Suður­lands

Austurvegi 4, 800 Selfoss

Sími: 432 5080

Héraðs­dómur Reykja­ness

Fjarðargötu 9, 220 Hafnarfirði

Sími: 432 5100