Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vefurinn á ensku

14. nóvember 2023

Hæstiréttur hefur endurskoðað og aukið við efni um réttinn á heimasíðunni á ensku. Þar er að finna almenna og knappa lýsingu á starfsemi réttarins auk ágrips af sögu hans.

Einnig er lýsing á dómhúsinu með myndum. Þá eru upplýsingar um dómarana og þar verða reifanir á völdum dómum sem geta vakið athygli út fyrir landsteinana.