Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Þjónustugátt til móttöku beiðna um áfrýjunarleyfi

4. október 2023

Hæstiréttur hefur tekið í notkun þjónustugátt til móttöku beiðna um áfrýjunarleyfi með rafrænum hætti. Leyfisbeiðandi getur hlaðið inn lögákveðnum gögnum í gáttina sem er tengd málaskrárkerfi réttarins.

Þegar Hæstarétti hefur borist beiðni um áfrýjunarleyfi verður gagnaðila veittur kostur á að hlaða inn umsögn af sinni hálfu. Er ákvörðun Hæstaréttar liggur fyrir verður tilkynning og staðfest endurrit ákvörðunar send í gegnum stafrænt pósthólf Island.is Framvegis mun Hæstiréttur því ekki gera kröfu um að áfrýjunarleyfisbeiðnum og gögnum þeim tengdum verði skilað á pappír ef notast er við gáttina. Þjónustugáttin verður nýtt til móttöku rafrænna gagna þar til Hæstiréttur tengist sameiginlegri þjónustugátt dómstólanna.