Þessi frétt er meira en árs gömul
Öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands heimsækir Hæstarétt
1. apríl 2022
Miðvikudaginn 30. mars sl. heimsótti öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands Hæstarétt ásamt Eyrúnu Ingadóttur framkvæmdastjóra félagsins.
Forseti og varaforseti Hæstaréttar ásamt skrifstofustjóra tóku á móti gestunum. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að fá kynningu á starfsemi og hlutverki Hæstaréttar í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á dómskerfinu við stofnun Landsréttar.
Myndin var tekin af því tilefni.