Norræna málflutningskeppnin 2023
12. júní 2023
Dagana 9. og 10. júní var norræna málflutningskeppnin haldin í Helsinki. Af hálfu Íslands tók þátt í keppninni lið frá lagadeild Háskóla Íslands en það skipuðu Guðjón Þór Jósefsson, Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, Margrét Sjöfn Magnúsdóttir, Nói Mar Jónsson og Þorsteinn Davíð Stefánsson.
Aðalleiðbeinandi liðsins var Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Keppnina dæmdu norrænu dómararnir við Mannréttindadómstól Evrópu og dómarar frá æðstu dómstólum ríkjanna. Dómarar frá Íslandi voru Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Mannréttindadómstólinn, Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og Björg Thorarensen, hæstaréttardómari. Myndin var tekin af íslenska hópnum í hátíðarkvöldverði keppninnar.