Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Þessi frétt er meira en árs gömul

Norræn ráðstefna á Íslandi

11. apríl 2023

Dagana 27. og 28. mars var haldin norræn ráðstefna æðstu dómstóla á Norðurlöndum á Hótel Grímsborgum í Grímsnesi. Dómarar frá öllum dómstólunum sóttu ráðstefnuna en þátttakendur á henni voru 34.

Á ráðstefnunni voru rædd sameiginleg málefni dómstólanna og það sem er efst á baugi í starfsemi þeirra. Einnig var erindi frá hverju landi um málefni sem hefur þýðingu í norrænu samhengi. Myndirnar eru frá ráðstefnunni.