Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Málþing um þriggja þrepa dómskerfi

28. nóvember 2024

Málþing Hæstiréttar og dómstólasýslunnar um þriggja þrepa dómskerfi, ávinning og áskoranir var haldið í dómsal Hæstaréttar fimmtudaginn 21. nóvember.

Málþing um þriggja þrepa dómskerfi 1

Málþing Hæstiréttar og dómstólasýslunnar um þriggja þrepa dómskerfi, ávinning og áskoranir var haldið í dómsal Hæstaréttar fimmtudaginn 21. nóvember. Til málþingsins var boðið dómurum á öllum dómstigum ásamt lögfræðingum sem starfa hjá dómstólunum.

Málþingið var tvískipt. Í fyrri hluta fjölluðu málflytjendur um breytinguna sem varð á dómskerfinu árið 2018 frá sínum sjónarhóli. Þátttakendur voru lögmennirnir Berglind Svavarsdóttir, Óttar Pálsson og Stefán Andrew Svensson og Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Stjórnandi fyrri hluta málþingsins var Sigurður Tómas Magnússon, varaforseti Hæstaréttar.

Dómarar á öllum dómstigum tóku þátt í seinni hluta málþingsins þar sem var fjallað um hvernig til hefði tekist. Þátttakendur voru Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Eiríkur Jónsson, varaforseti Landsréttar, Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Stjórnandi seinni hluta málþingsins var Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar.