Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Heimsókn norrænna laganema

14. febrúar 2023

Í dag tók Hæstiréttur á móti norrænum laganemum og íslenskum gestgjöfum þeirra en þau eru stödd hér á landi í tilefni af norrænni laganemaviku og árshátíðar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands.

Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Linda Ramdani, aðstoðarmaður dómara, tóku á móti þeim, kynntu þeim starfsemi réttarins og svöruðu fyrirspurnum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af þessu tilefni.