Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Heimsókn frá sendiherra Bandaríkjanna

9. febrúar 2023

Þriðjudaginn 7. febrúar heimsótti Hæstarétt Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ásamt eiginmanni sínum James V. Derrick.

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hennar sem sendiherra 7. ágúst 2022 og afhenti hún forseta Íslands trúnaðarbréf sitt 6. október sama ár. Bæði eru þau lögfræðingar að mennt og höfðu starfað um langt skeið sem lögmenn, hún meðal annars við málflutning. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Ingveldur Einarsdóttir, varaforseti, og Ólöf Finnsdóttir, skrifstofustjóri réttarins, tóku á móti gestunum og greindu frá starfsemi réttarins, auk þess að sýna þeim dómhúsið. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.