Heimsókn frá laganemum í stjórnskipunarrétti
22. mars 2023
Í dag fékk Hæstiréttur heimsókn frá laganemum í stjórnskipunarrétti á fyrsta ári við Háskóla Íslands.
Með þeim var kennari á námskeiðinu Kári Hólmar Ragnarsson, lektor. Nemendurnir fylgdust með málflutningi í máli nr. 44/2022: Félag makrílveiðimanna gegn íslenska ríkinu. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og Björg Thorarensen dómari við réttinn tóku á móti nemendum fyrir málflutninginn og kynntu þeim starfsemi hans. Þá gerði Björg í megindráttum grein fyrir því máli sem flutt var þá um morguninn.