Heimsókn frá European Law Students' association (ELSA) Helsinki
14. nóvember 2022
Í vikunni sem leið fékk Hæstiréttur heimsókn frá finnskum laganemum á vegum ELSA Helsinki ásamt íslenskum gestgjöfum þeirra.
Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Linda Ramdani, aðstoðarmaður dómara, tóku á móti þeim. Kynntu þau starfsemi réttarins og íslenskt réttarkerfi og svöruðu spurningum.
Myndin var tekin við þetta tækifæri.