Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Heimsókn frá bandarískum laganemum

20. mars 2023

Í síðustu viku heimsóttu bandarískir laganemar úr Ohio Northern University í Ada, Ohio-fylki Hæstarétt ásamt íslenskum gestgjöfum þeirra úr Háskóla Íslands.

Samstarf hefur verið á milli háskólanna í 63 ár síðan Ármann Snævarr prófessor og hæstaréttardómari kom því fót. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari, Jenný Harðardóttir og Linda Ramdani aðstoðarmenn dómara tóku á móti þeim, kynntu þeim starfsemi réttarins og dómhúsið og svöruðu fyrirspurnum.