Endurbætur á húsnæði Hæstaréttar
13. apríl 2023
Undanfarið hefur Hæstiréttur staðið fyrir umfangsmiklum endurbótum á húsnæði réttarins sem miða að því að halda því í góðu horfi.
Markmiðið er að húsnæðið hafi áfram á sér það yfirbragð að vera sem nýtt þótt liðin sé tæp 27 ár frá því það var tekið í notkun haustið 1996. Þessar framkvæmdir fara fram í góðri samvinnu við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir.