Dómur um endurupptöku hæstaréttarmáls í máli nr. 74/2015
9. nóvember 2022
Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli um endurupptöku dóms réttarins í máli nr. 74/2015 þar sem X, Y og Z höfðu verið sakfelld fyrir ýmsa háttsemi í starfsemi A ehf. Endurupptökudómur féllst með úrskurði 30. desember 2021 á beiðni þeirra um endurupptöku málsins.
Í dómi Hæstaréttar var rakið að ákæruvaldið tæki undir kröfu X, Y og Z um að vísa málinu frá Hæstarétti. Að gættri þeirri kröfugerð yrði í ljósi málsatvika og dóms Hæstaréttar í máli nr. 7/2022 að vísa málinu frá réttinum.