Dómur um birtingu upplýsinga í sjónvarpsþætti
14. desember 2022
Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli sem B höfðaði gegn A vegna sýningar á sjónvarpsþætti en í honum voru meðal annars sýnd viðtöl við B sem tekin höfðu verið upp sumarið áður. Ágreiningur aðila laut að kröfu B um greiðslu miskabóta úr hendi A meðal annars á þeim grundvelli að í þættinum hefðu komið fram viðkvæmar persónuupplýsingar án samþykkis hennar.
Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að umfjöllun í þættinum teldist hafa verið framlag til mikilvægar þjóðfélagsumræðu og að nauðsynlegt teldist til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs B og tjáningarfrelsis A í þágu fjölmiðlunar að víkja frá ákvæðum laga nr. 77/2000 við úrlausn málsins. Þar sem persónuupplýsingar um B í þættinum teldust eingöngu hafa verið unnar í þágu fréttamennsku í skilningi 5. gr. laganna yrði ákvæðum þeirra, þar á meðal um samþykki og afturköllun þess ekki beitt, sbr. þó niðurlag síðara málsliðs þeirrar greinar. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að A teldist í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður ekki hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs B með þeim hætti að skylda til greiðslu miskabóta hafi skapast á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Var A sýknaður af öllum kröfum B í málinu..
Dóminn má í heild sinni lesa hér.